3. sæti í Skólahreysti

Mynd fengin af facebooksíðu Skólahreystis
Mynd fengin af facebooksíðu Skólahreystis
Grunnskóli Fjallabyggðar lenti í 3. sæti í Skólahreysti eftir að hafa haft leiðandi forustu fram á síðustu mínútur. Okkar krakkar stóðu sig frábærlega og veittu svo sannarlega harða keppni. Aldrei hefur  verið jafn naumt á stigum í Norðurlandsriðlinum fyrr. Fyrir hönd skólans kepptu þau Arndís Lilja Jónsdóttir, Brynjar Már Örnólfsson, Magnús Andrésson og Kara Gautadóttir. Myndir og frekari upplýsingar um keppnina má sjá á skolahreysti.is og síðu skólahreystis á facebook.com

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins.  Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum:

 

  • Upphífingum (Magnús) 
  • Armbeygjum (Kara)
  • Dýfum (Magnús)
  • Hreystigreip (Kara)
  • Hraðaþraut  (Arndís og Brynjar)