Flottir Heimsmenn

Björn og Gunnar í Ólafsfjarðarkirkju
Björn og Gunnar í Ólafsfjarðarkirkju
Tónlist fyrir alla er verkefni þar sem grunnskólum landsins stendur til boða að fá þekkta tónlistarmenn í heimsókn með áhugavert efni. Að þessu sinni voru það Heimsmenn sem heimsóttu Grunnskóla Fjallabyggðar.  En Heimsmenn eru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari og Gunnar Hranfsson bassaleikari og léku þeir lög úr ýmsum áttum fyrir börnin og brugðu á leik með þeim. Það var farið í fingraleikfimi, leystar ýmsar gátur sem tengdust tónlist og síðast en ekki síst dansað kónga. Mikið líf og fjör og gleðin skein úr hverju andliti.