Sýn Grunnskóla Fjallabyggðar

Í vetur hefur starfsfólk skólans unnið að starfsáætlun og skólanámskrá fyrir nýjan skóla. Eftirfarandi sýn er höfð að leiðarljósi.
Sýn Grunnskóla Fjallabyggðar
Öryggi, vellíðan og gleði í skólastarfi eru þættir sem eru okkur í Grunnskóla Fjallabyggðar mikilvægir.  Ef við náum að veita nemendum okkar þessa þrjá þætti eru okkur allir vegir færir til þess að virkja sköpunargleði og rækta hæfileika hvers og eins nemanda. Við viljum sýna nemendum okkar stuðning í námi og gefa þeim færi á samvinnu og samstarfi við aðra nemendur og starfsfólk til þess að þroska samskiptahæfni og vinna gegn hverskyns fordómum. Við leggjum áherslu á að nemendur okkar þjálfist í því að bera ábyrgð á eigin námi og framkomu með jákvæðum uppbyggilegum samskiptum þar sem hegðun, virðing, heiðarleiki og sanngirni eru höfð að leiðarljósi. Við viljum leggja metnað í skólastarfið þannig að nemendur okkar fái góða og fjölbreytta reynslu og menntun. Við vinnum að hreysti og heilbrigði líkama og sálar og í sátt við umhverfi okkar og samfélag.