Hluti leikhópsins að lokinni sýningu í gær
Í vetur hafa nemendur í leiklistarvali skólans æft upp nýtt íslenskt leikverk undir stjórn Sigmundar Sigmundssonar. Verkið heitir Iris og var
skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleik, sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ýmissa leikhópa á Norðurlandi, og er
það eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson.
Leikhópurinn sýndi verkið fyrir nemendur eldri deildar í gærdag og í gærkvöldi var formleg frumsýning í Allanum á
Siglufirði. Í kvöld, fimmtudaginn 31. mars, kl. 20.00 er önnur sýning og er miðaverð aðeins 1000 kr. Vakin er athygli á því
að verkið er ekki ætlað fyrir ung börn eða viðkvæma því það er nokkuð ögrandi. Um helgina fer svo leikhópurinn með
verkið til Akureyrar þar sem uppskeruhátíð Þjóðleiks fer fram. Þar koma allir þeir leikhópar sem tóku þátt
í verkefninu fram og sýna sín verk. Þetta er mjög spennandi verkefni og nemendur standa sig frábærlega í sínum rullum.