Vorskemmtun á Siglufirði

Mynd frá Vorskemmtun 2007
Mynd frá Vorskemmtun 2007
Hin árlega Vorskemmtun 7. bekkjar fer fram í Allanum á Siglufirði fimmtudaginn 14. apríl og eru sýningar kl. 16.00 og 20.00. Samkvæmt venju eru það nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði sem koma fram, þ.e. nemendur 1. - 6. bekkjar, ásamt nemendum 7. bekkjar. Aðgangseyrir að sýningunni er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri en 1.000 kr. fyrir fullorðna.  Allur ágóði af sýningunni rennur í bekkjarsjóð 7. bekkjar og nýtist til að greiða fyrir ferð þeirra í Skólabúðirnar að Reykjum. Að vanda verður boðið uppá fjölbreytt og skemmtileg atriði þar sem tónlist og léttleiki ræður ríkjum.