Lokasýning

  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar sýna síðustu sýningu á leikverkinu Irisi eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson á morgun sunnudaginn 10. apríl  í Tjarnarborg kl. 16:00. Um er að ræða nýtt verk sem skrifað var sérstaklega fyrir Þjóðleik en það er  samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópa á Norðurlandi og fór fram síðastliðna helgi á Akureyri. Það eru unglingar í leiklistarvali grunnskólans sem flytja verkið. Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn 16 ára og yngri.   Athugið að þessi sýning  er ekki við hæfi ungra barna.