Fréttir

Síðbúið þorrablót hjá eldri deild

Í morgun var haldið þorrablót hjá nemendum eldri deildar, betra er seint en aldrei! Nemendur í matreiðsluvali ásamt nemendum 7. bekkjar útbjuggu sviðasultu, kartöflumús og rófustöppu og bökuðu rúgbrauð og flatbrauð undir öruggri handleiðslu Sibbu og Stínu Davíðs.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk  að undirbúa sig af kappi fyrir stóru upplestrarkeppnina. Á morgun miðvikudag kl 10 fer fram innanskólakeppni á bæjarbókasafninu á Siglufirði. Sigurvegarar morgundagsins Keppa síðan á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar  sem fer fram í Bergi á Dalvík miðvikudaginn 14. mars kl 14:00. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í fjöldamörg ár en verkefnið hófst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.  Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Það bætir almennan lesskilning barna og unglinga og eflir sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Einnig er verkefnið hvetjandi fyrir nemendur með lestrarerfiðleika.
Lesa meira

Vetrarfrí

Mánudaginn 20. febrúar hefst þriggja daga vetrarfrí, kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 23. febrúar.
Lesa meira

112 dagur á Ólafsfirði

112 dagurinn var haldin i morgun á Ólafsfirði. Í tilefni hans var gerð brunaæfing og að henni lokinni fengu nemendur að fara upp í körfubíl hjá slökkviliðinu og skoða bíl og sleða frá björgunarsveitinni. Fleiri myndir er hægt að sjá hér.
Lesa meira

Minnum á foreldrafundinn á morgun

Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2012 Tjarnarborg Kl. 18.00 -19.30
Lesa meira

112-dagurinn

Á morgun er 112 dagurinn, í tilefni af honum var brunaæfing í skólahúsinu við Norðurgötu.
Lesa meira

Glæsilegt þorrablót hjá yngri deild á Siglufirði

Líkt og síðustu ár komu nemendur yngri deildarinnar saman í íþróttasalnum og blótuðu Þorrann. Komu nemendur með þorranesti að heiman og mátti þar m.a. sjá sviðasultu, slátur, harðfisk, flatbrauð, sviðakjamma og að sjálfsögðu hákarl.
Lesa meira

Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2012

Opinn foreldrafundur 14. febrúar 2012 Tjarnarborg Kl. 18.00 -19.30 Dagskrá: 1.    Samgöngur á milli byggðarkjarna. Nýtt fyrirkomulag?  Bæjarstjóri ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa,  fara yfir stöðuna.   2.    Breytingar á skipulagi skólastarfs næsta haust. Skólastjóri kynnir áformum um sameiningu miðstigs á næsta skólaári.   3.    Kynning á byggingaáformum við skólahús GF í Ólafsfirði og Siglufirði. Bæjarstjóri kynnir teikningar og áætlanir um byggingaáform.    4.    Forvarnir í Fjallabyggð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir áform um forvarnastarf.   5.    Aðalnámskrá grunnskóla. Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnir nýja aðalnámskrá.   6.    Kynning á Uppeldi til ábyrgðar –uppbygging sjálfsaga. Kennarar kynna vinnu sem fram hefur farið s.l. ár með starfsfólki og nemendum skólans.     Allir velkomnir  
Lesa meira

Finn skíðadagur hjá eldri deildinni

Í gær var skíðadagur hjá eldri deildinni og var mikið fjör í Skarðinu á Siglufirði þar voru tvær neðstu lyfturnar opnar. Veðrið var ekki alveg upp á það besta, rigning og nokkur vindur en þeir sem klæddu sig eftir veðri skemmtu sér mjög vel og voru að alveg frá kl. 9.00 til 12.30.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Torginu kl. 17:05 og heim aftur að keppni lokinni Enginn aðgangseyrir Allir velkomnir!
Lesa meira