Fréttir

Spenntir nemendur yfir framkvæmdum við Tjarnarstíg

Þessa dagana eru framkvæmdir í fullum gangi á skólalóðinni við Tjarnarstíg. Nemendur  fylgjast spenntir með og í  frímínútum í dag var mest spennandi að fylgjast með gröfunni moka skólalóðina í sundur.  Þar sem fleiri en nemendur og starfsfólk skólans eru spenntir yfir  gangi mála munum við setja reglulega inn myndir á myndasíðuna.
Lesa meira