Fréttir

Endurskinsmerki

Nú á dögunum færði slysavarnarfélagið nemendum í 1.-7. bekk fígúruendurskinsmerki að gjöf og færum við þeim þakkir fyrir það. Hvetjum við nemendur til að gera sig sýnilega í myrkrinu og nota endurskinsmerki.  
Lesa meira

Skólahald fellur niður föstudaginn 25. nóvember

Vegna útfarar Elvu Ýrar Óskarsdóttur föstudaginn 25. nóvember  kl. 10.30 í Siglufjarðarkirkju, fellur allt skólahald í Fjallabyggð niður þann dag. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða auk þess lokaðar sem og félagsmiðstöðin Neon. Aðrar stofnanir bæjarfélagsins verða opnar eftir kl. 14.00.   Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Lesa meira

Aðstoð í boði

Fjöldahjálparstöð Rauða kross deildar Ólafsfjarðar verður opin á morgun sunnudag kl. 14-17 í Húsi eldri borgara Ólafsfirði. Sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild Rauða kross Íslands veita aðstoð vegna áfalls í samfélagi okkar. Allir velkomnir. Fjöldahjálparstöð Rauða kross deildar Siglurfjarðar verður opin laugardag og sunnudag kl. 14-17, báða dagana. Sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild Rauða kross Íslands veita aðstoð vegna áfalls í samfélagi okkar. Allir velkomnir. Slóðir á bæklinga Rauða krossins Þegar lífið er erftitt http://redcross.is/page/rki_frettir&detail=1014386 Aðstoð við börn eftir áfall http://redcross.is/page/rki_frettir&detail=1014387 Sálrænn stuðningur í skólastofunni - bæklingur http://redcross.is/page/rki_frettir&detail=1014392 skólastjóri
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur,16. nóvember, tileinkaður íslensku. Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn síðan árlega.  Í tilefni dagsins komu nemendur í 1.-6. bekk á Ólafsfirði sama og fluttu ljóð, spakmæli o.fl fyrir aðra nemendur, starfsfólk og foreldra. Myndir af deginum eru komnar inn í myndaalbúm.
Lesa meira

Niðurstöður úr viðhorfskönnun

Niðurstöður viðhorfskönnunnar sem lögð var fyrir s.l. föstudag má sjá hér. Tæplega 70% þáttaka var í könnuninni en hún var eingöngu á meðal foreldra nemenda í 8.-10. bekk.
Lesa meira

Annarskil

Nú er komið að annarskilum. Föstudaginn 11. nóvember verða foreldraviðtöl og mánudaginn 14. nóvember verður starfsdagur og frí hjá nemendum. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 15. nóvember samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Leiðsagnarmat lokar í kvöld.

  Minnum á að leiðsagnarmatið fyrir nemendur lokar í kvöld.
Lesa meira

Dagur gegn einelti 8. nóvember nk.

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmálium jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og munu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrita sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ennfremur eru fjöldi félaga og samtaka aðilar að samningnum.Við undirritunina verða einnig afhent gul armbönd sem gerð hafa verið í tilefni dagsins og bera yfirskriftina: Jákvæð samskipti. Þeim verður í kjölfarið dreift til almennings eftir því sem að upplag endist. Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélagshópa eða kyn og það þrífst einfaldlega allsstaðar þar sem það er látið viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er í okkar höndum að vinna bug á þessu þjóðfélagsmeini. Það er ekki flókið ef allir taka höndum saman og sannmælast um ákveðna sátt , þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Í tilefni af baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember verður opnuð heimasíðan www.gegneinelti.isog þar gefst fólki kostur á að undirrita eftirfarandi sáttmála: Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Við munum öll, hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.
Lesa meira

Leiðsagnarmat

Þá fer fyrstu önn skólaársins senn að ljúka og komið er að námsmati. Föstudaginn 11. nóvember eru nemendur boðaðir til viðtals ásamt foreldrum sínum og koma nánari upplýsingar um tímasetningar í næstu viku. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 14. nóvember og þá eru nemendur í fríi. Kennarar eru nú í óðaönn að meta nemendur sína og verður notast við leiðsagnarmat eins og síðast liðinn vetur. Nemendur með aðstoð foreldra sinna þurfa því að fylla út sinn hluta matsins heima áður en komið er í viðtalið.   Mikilvægt er að allir nemendur taki þátt í matinu því þannig fáum við sem gleggsta mynd af því hver staða nemenda er, bæði hvað varðar námslega þætti en einnig hvað varðar líðan í skóla og fleira af því tagi. Opið er fyrir skráningu í leiðsagnarmatið frá 1. - 8. nóv. Eftir það vinna kennarar úr niðurstöðum og því verður ekki hægt að fylla matið út eftir það. Allar frekari upplýsingar gefa skólastjórnendur
Lesa meira

Hreystidagur færður

Hreystidagurinn sem vera átti 3. nóvember hefur nú verið færður til 24. nóvember.
Lesa meira