Leiðsagnarmat

Þá fer fyrstu önn skólaársins senn að ljúka og komið er að námsmati. Föstudaginn 11. nóvember eru nemendur boðaðir til viðtals ásamt foreldrum sínum og koma nánari upplýsingar um tímasetningar í næstu viku. Starfsdagur kennara verður mánudaginn 14. nóvember og þá eru nemendur í fríi. Kennarar eru nú í óðaönn að meta nemendur sína og verður notast við leiðsagnarmat eins og síðast liðinn vetur. Nemendur með aðstoð foreldra sinna þurfa því að fylla út sinn hluta matsins heima áður en komið er í viðtalið.   Mikilvægt er að allir nemendur taki þátt í matinu því þannig fáum við sem gleggsta mynd af því hver staða nemenda er, bæði hvað varðar námslega þætti en einnig hvað varðar líðan í skóla og fleira af því tagi. Opið er fyrir skráningu í leiðsagnarmatið frá 1. - 8. nóv. Eftir það vinna kennarar úr niðurstöðum og því verður ekki hægt að fylla matið út eftir það. Allar frekari upplýsingar gefa skólastjórnendur