Fréttir

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Torginu kl. 17:05 og heim aftur að keppni lokinni Enginn aðgangseyrir Allir velkomnir!
Lesa meira

Spenntir nemendur yfir framkvæmdum við Tjarnarstíg

Þessa dagana eru framkvæmdir í fullum gangi á skólalóðinni við Tjarnarstíg. Nemendur  fylgjast spenntir með og í  frímínútum í dag var mest spennandi að fylgjast með gröfunni moka skólalóðina í sundur.  Þar sem fleiri en nemendur og starfsfólk skólans eru spenntir yfir  gangi mála munum við setja reglulega inn myndir á myndasíðuna.
Lesa meira

Skíðadagur á Sigló

  Það var skemmtilegt í Skarðinu í morgun þegar krakkarnir á yngra stiginu á Siglufirði renndu sér þar á sleðum og skíðum. Hér sjáum við tvær saman, skíðakennarann og duglegan nemanda.
Lesa meira

Breyting á frístundaakstri

Nú hefur verið gefin út ný aksturstafla. Hún tekur gildi mánudaginn 30. janúar 2012. Ekki er um miklar breytingar að ræða frá fyrri töflu og gildir hún þar til annað verður tekið fram. Tímaáætlun skólabíls
Lesa meira

Sungið til sólarinnar á Siglufirði

  Krakkarnir við Norðurgötu sungu til sólarinnar
Lesa meira

Flottur föstudagur

Krakkarnir á Ólafsfirði skelltu sér á Gullatúnið og á skíði í dag. Veðrið var æðislegt, færið frábært og allir skemmtu sér með bros á vör eins og meðfylgjandi myndir sanna. Björn Þór  bauð upp á gönguskíðakennslu og Ingimar sá um lyftuna. Allir fengu kakó í boði Skíðafélags Ólafsfjarðar. Við erum mjög þakklát öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera góðan dag betri.
Lesa meira

Stefnum á skíðadag hjá yngri deildinni Ólafsfjarðarmegin á morgun

Á morgun, föstudag, ætlum við að gera aðra tilraun með að hafa útivistardag hér í skólanum. Hefðbundin kennsla verður fyrstu tvo tímana en eftir það munum við fara með nemendur ýmist á Gullatún að renna sér eða í fjallið á skíði. Þar munum við verða fram að hádegismat. Eftir mat fara 5.-7. bekkur heim en 1.-4. bekkur verður í skólanum til kl. 13. Í fjallinu verður lyftan opin og einnig troðin göngubraut. Björn Þór ætlar að vera okkur innan handar og leyfa þeim nemendum sem vilja að prófa gönguskíði. Við viljum þó benda foreldrum á að fylgjast með heimasíðu skólans því ef veðurspá breytist þá munum við meta stöðuna og setja upplýsingar þar inn ef eitthvað breytist Þetta þarf því að hafa í huga: •    Foreldrar koma skíðabúnaði barna sinna upp í skíðaskála en þangað förum við kl. 9:40 •    Nemendur geta komið með þotur/sleða með sér í skólann til að fara með á Gullatúnið en þangað förum við kl. 9:40 •    Þeir nemendur sem ætla að fara í lyftuna þurfa að vera með hjálm •    Foreldrar þurfa síðan að ná í skíðabúnað barna sinna í skíðaskálann upp úr kl. 12
Lesa meira

Tilkynningin um skólahald 26. janúar 2012

Tilkynningin um skólahald 26. janúar  2012   Vegna versnandi veðurútlits fellur skólaakstur niður í dag í Fjallabyggð. Skólastarf í unglingadeild verður fyrir þá sem komast.  Foreldrar barna í yngri deildum meta aðstæður en skólastarf verður fyrir þá sem koma í skólann.   Af öryggisástæðum er mikilvægt að foreldrar tilkynni forföll símleiðis s:464-9150 eða með tölvupósti á netfangið helga@fjallaskolar.is
Lesa meira

Skíðadegi einnig frestað við Tjarnarstíg

Að fengnum ráðleggingum frá umsjónarmanni skíðasvæðisins í Tindaöxl höfum við tekið þá ákvörðun að fresta skíðadeginum á Ólafsfirði. Við munum grípa tækifærið um leið og veður og færi gefst til að skella okkur á skíði.
Lesa meira

Skíðadegi frestað

Í ljósi breytts veðurútlits frestum við skíðadegi hjá unglingadeild skólans sem vera átti á morgun miðvikudaginn 25. janúar. Kennsla skv. stundaskrá hefst kl. 9 og mæta nemendur því með skólatösku. Skólabíllinn fer frá Ólafsfirði kl. 8.40 Tekin verður ákvörðun um hvort það sama eigi við í yngri deildinni við Tjarnarstíg í fyrramálið.  skólastjóri
Lesa meira