26.01.2012
Á morgun, föstudag, ætlum við að gera aðra tilraun með að hafa útivistardag hér í skólanum. Hefðbundin kennsla verður fyrstu
tvo tímana en eftir það munum við fara með nemendur ýmist á Gullatún að renna sér eða í fjallið á skíði.
Þar munum við verða fram að hádegismat. Eftir mat fara 5.-7. bekkur heim en 1.-4. bekkur verður í skólanum til kl. 13. Í fjallinu verður lyftan
opin og einnig troðin göngubraut. Björn Þór ætlar að vera okkur innan handar og leyfa þeim nemendum sem vilja að prófa
gönguskíði.
Við viljum þó benda foreldrum á að fylgjast með heimasíðu skólans því ef veðurspá breytist þá munum við meta
stöðuna og setja upplýsingar þar inn ef eitthvað breytist
Þetta þarf því að hafa í huga:
• Foreldrar koma skíðabúnaði barna sinna upp í skíðaskála en þangað förum við kl. 9:40
• Nemendur geta komið með þotur/sleða með sér í skólann til að fara með á Gullatúnið en þangað
förum við kl. 9:40
• Þeir nemendur sem ætla að fara í lyftuna þurfa að vera með hjálm
• Foreldrar þurfa síðan að ná í skíðabúnað barna sinna í skíðaskálann upp úr kl.
12