Flottur föstudagur

Krakkarnir á Ólafsfirði skelltu sér á Gullatúnið og á skíði í dag. Veðrið var æðislegt, færið frábært og allir skemmtu sér með bros á vör eins og meðfylgjandi myndir sanna. Björn Þór  bauð upp á gönguskíðakennslu og Ingimar sá um lyftuna. Allir fengu kakó í boði Skíðafélags Ólafsfjarðar. Við erum mjög þakklát öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera góðan dag betri.