Fréttir

Skemmtileg heimsókn

Fyrir ekki svo löngu síðan heimsótti 6. bekkur á Ólafsfirði verkstæði Sigurjóns Magnússonar. Þar fer aðallega fram smíði á sjúkra- og slökkvibílum. Þar er þó einnig verið að gera við heita potta, báta og ýmislegt annað sem smíðað er úr trefjaplasti. Þess má geta að rúmur helmingur þeirra sjúkrabíla sem eru í notkun á Íslandi í dag voru smíðaðir á Ólafsfirði.  
Lesa meira

Fjör á þorrablóti eldri deildar

Síðastliðinn föstudag fór þorrablót eldri deildar fram á Allanum.  Á boðstólum voru veitingar sem nemendur í matreiðsluvali höfðu útbúið; sviðasulta, rófustappa, kartöflumús, rúgbrauð og flatbrauð auk þess sem Allinn bauð uppá grjónagraut og slátur.
Lesa meira

Frábær skíðadagur eldri deildar

Það var aldeilis líf og fjör á skíðasvæðinu á Siglufirði í dag þegar nemendur eldri deildar fjölmenntu þangað á skíðadegi. Veðrið lék við okkur, logn og blíða, og sólskin í Bungunni.
Lesa meira

Niðurstöður eineltiskönnunar 2010

Eineltiskönnun er fastur liður í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Niðurstöður könnunarinnar eru afar mikilvægar því að þær segja til um hvernig nemendur meta aðstöðuna og andrúmsloft skólans. Hvað telja þau að hinir fullorðnu í skólanum geri til að koma í veg fyrir einelti. Hvað munu þau gera ef ég lendi í einelti o.s.frv.
Lesa meira

112 dagurinn

Þann 11.2. var 112 dagurinn þar sem fólk er minnt á mikilvægi þess að huga að slysavörnum, að læra skyndihjálp og ýmislegt fleira sem tengist málaflokknum.
Lesa meira

Hæfileikakeppnin

Magnús Sveinsson tók upp skemmtilegt myndband af hæfileikakeppninni. Hægt er að sjá það á slóðinni hér fyrir neðan og hvetjum við alla til að skoða myndbandið og sjá þessu flottu frammistöðu hjá krökkunum. http://www.vimeo.com/19889840  
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppnin

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í gær að viðstöddu fjölmenni þar sem rúmlega 50 þátttakendur kepptu í 28 atriðum. Flestir keppendur sungu en einnig voru sýnd dansatriði og spilað á hljóðfæri. Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess sem veitt voru verðlaun, bæði fyrir hópatriði og einstaklingsatriði.
Lesa meira

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 17.30 verður söng- og hæfileikakeppni grunnskólans haldin í Tjarnarborg. Keppendur koma úr 1.-10. bekk og taka þátt ýmist einir eða í hóp. Rúta fer frá Torginu kl. 17.00 og heim aftur að keppni lokinni.   Enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.
Lesa meira

Þorrablót yngri deildar á Sigló

Í morgun var haldið glæsilegt þorrablót hjá yngri deildinni á Siglufirði.  Nemendur komu með þjóðlegt og kjarngott nesti með sér í tilefni dagsins s.s. harðfisk, hákarl, súra punga, hangikjöt, flatbrauð, rúgbrauð, slátur o.fl.
Lesa meira