Þorrablót yngri deildar á Sigló

Krakkarnir í 1. bekk bragða á góðgætinu
Krakkarnir í 1. bekk bragða á góðgætinu
Í morgun var haldið glæsilegt þorrablót hjá yngri deildinni á Siglufirði.  Nemendur komu með þjóðlegt og kjarngott nesti með sér í tilefni dagsins s.s. harðfisk, hákarl, súra punga, hangikjöt, flatbrauð, rúgbrauð, slátur o.fl. Allir komu saman við langborð í íþróttasalnum og röðuðu í sig kræsingunum og svo var að sjálfsögðu sungið.  Þorralögin hljómuðu hvert af öðru og allir sungu með við undirleik kennarabandsins, sem að þessu sinni var skipað þeim Rúnu, Steina og Tóta.  Var þetta mjög ánægjuleg og skemmtileg stund.