Fréttir

þemadagur í dag hjá yngri deildinni tileinkaður uppbyggingarstefnunni

Í dag var þemadagur hjá yngri deildinni og var hann tileinkaður uppbyggingarstefnunni. Nemendur fengu fræðslu um þarfirnar, en samkvæmt uppbyggingarstefnunni erum við öll með fimm grunnþarfir sem eru þó misríkar hjá hverju og einu okkar og hafa mismikil áhrif á líf okkar. Þessar þarfir eru: Öryggi, tilheyra, frelsi, áhrif og gleði. Nemendur unnu svo ýmis verkefni í tengslum við sínar þarfir og hér er hægt að sjá vinnu 6. og 7. bekkjar. Greining þessara þarfa hjálpar okkur m.a. að skilja af hverju við bregðumst misjafnlega við þeim verkefnum sem við mætum. Gleði – ánægja - Skemmtun - Fagna - Hlátur - Brandarar - Kjánalæti - Spil og leikir Frelsi - sjálfstæði - Velja sjálf(ur) - Ákveða sjálf(ur) - Eiga möguleika - Nýta tækifæri - Athafnasemi - Eirðarleysi Ást - umhyggjaAð tilheyra - Vinátta - Væntumþykja - Vinna í hópi - Kynnast mörgum - Skoðanir annarra skipta miklu máli Áhrifavald - árangur - Standa sig vel - Vera mikilvægur - Viðurkenning - Ráða við - Forðast mistök - Gott skipulag
Lesa meira

Grunnþarfirnar fimm

Í gær var unnin skemmtileg þemavinna í eldri deildinni í tengslum við uppbyggingarstefnuna. Nemendur fengu fræðslu um þarfirnar, en samkvæmt uppbyggingarstefnunni erum við öll með fimm grunnþarfir sem eru þó misríkar hjá hverju og einu okkar og hafa mismikil áhrif á líf okkar. Þessar þarfir eru: Öryggi, tilheyra, frelsi, áhrif og gleði.
Lesa meira

Viðbrögð við jarðskjálfta

Þar sem almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi  vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi var farið yfir fyrstu viðbrögð við jarðskjálfta með nemendum í morgun. Þar var helst lagt áherslu á eftirfarandi :
Lesa meira

Fyrirlestur frá HIV samtökunum

Fulltrúi HIV samtakanna heimsótti nemendur 9. og 10. bekkjar í morgun og ræddi við þau um HIV-smit, alnæmi og ýmislegt sem tengist því. Nemendur hlustu af athygli og spurðu síðan ýmissa spurninga sem tengjast þessum sjúkdómi.
Lesa meira

Bleikur dagur

       Í dag er Bleikur dagur í skólanum en Bleiki dagurinn er hluti af Bleiku slaufu árveknis- og fjáröflunarátaki krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Með því að klæðast einhverju bleiku í dag eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi sýnum við samstöðu í baráttunni. Hér má sjá nokkrar myndir af deginum.  
Lesa meira

Verkgreinakennsla

Dálítil töf varð á því að hægt væri að kenna matreiðslu, tækni- og textílmennt í nýju og endurbættu skólahúsi við Tjarnarstíg er skólastarfið hófst í haust. Nú eru stofurnar að mestu leiti tilbúnar og kennsla hófst í þeim nú í vikunni. Enn vantar þó ýmsan búnað í þær og vonir standa til að úr því verði bætt fljótlega. Það voru glaðir nemendur og kennarar sem nutu sín í nýju stofunum og hægt er að sjá myndir úr matreiðslu og texílmenntartíma hjá 5. bekk hér. Einnig eru myndir í sömu möppu af nemendum á yngra stigi á Hreystidaginn sl. mánudag. sksiglo.is náði myndum af unglingastiginu og hægt er að sjá þær hér. 
Lesa meira

Frábær frammistaða í Norræna skólahlaupinu

Nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu sl. þriðjudag og stóðu sig einstaklega vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það var úrhellisrigning og jafnvel slydda á köflum en nemendur létu það ekki stoppa sig og hafa sjaldan verið áhugasamari um að hlaupa. Allir tóku þátt og fjölmargir lögðu 10 km að baki. Nemendur eldri deildarinnar, sem eru rétt rúmlega 80, hlupu t.d. hvorki meira né minna en 590 km. samtals.
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn  þriðjudaginn  9. október í skólahúsinu Ólafsfirði og hefst kl. 20. Eftirtaldir foreldrar gefa áfram kost á sér í stjórn:  Gunnar Smári Helgason, Auður Eggertsdóttir,  Hrönn Gylfadóttir og Rut Viðarsdóttir. Eftirtaldir nýliðar gefa kost á sér í stjórn Foreldrafélagsins;  Katrín Freysdóttir og  Sigurður Ægisson.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið á morgun

Á morgun er fyrirhugaður hreystidagur og er helsta  viðfangsefnið að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Dagskrá er á þá leið að fyrstu tvo tímana er venjuleg kennsla, síðan halda nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði með rútu til Ólafsfjarðar þar sem nemendur 1. – 7. bekkjar munu eiga daginn saman við hlaup, sund og leiki í salnum.   Nemendur eldri deildar byrja að hlaupa/ganga um kl. 10 og er lágmarksvegalengd hvers nemenda 5 km en þeir viljugustu geta farið allt að 10 km. Keppt verður milli bekkja hverjir leggja lengsta vegalengd að baki. Eftir hádegi verður sundkeppni milli bekkja  og skóladegi lýkur kl. 13.30.
Lesa meira