Skólamáltíðir og lengd viðvera

Á komandi skólaári verða skólamáltíðir framreiddar í skólanum. Höllin veitingarhús ehf mun selja skólamáltíðir í starfstöðina á Ólafsfirði en Allinn sportbar selur skólamáltíðir í starfstöðina á Siglufirði.

Verð á skólamáltíð verður kr. 444 eins og í vor og fer skráning fram á vefsíðunni http://matartorg.is/ . Skráð er að lágmarki fyrir mánuð í einu en hægt er að skrá fleiri mánuði í einu eða fastskrá allan veturinn. Á vefsíðunni er matseðill líðandi mánaðar aðgengilegur.

Ef einhverjir hafa ekki lykilorð að síðunni má hafa samband við Unni Guðrúnu skólaritara í síma 464 9150 eða gegnum netfangið  ritari@fjallaskolar.is 

 

Foreldrar í 1.-3.bekk.

Á komandi skólaári verður boðið upp á „lengda viðveru“ sem er vistun fyrir nemendur í  1.-3.bekk að loknum skóladegi. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og undanfarin ár. Í boði er vistun frá kl. 13.00 – 16.00 þá daga sem skóli er.

Nánari upplýsingar um lengda viðveru er á heimsíðu skólans á slóðinni http://grunnskoli.fjallabyggd.is/is/thjonusta/lengd-vidvera

 Þar er einnig gjaldskrá.

Skráning í lengda viðveru er hafin hjá Unni skólaritara í síma 464 9150 eða með tölvupósti í netfangið  ritari@fjallaskolar.is Gott væri að skráning nemenda í lengda viðveru bærist sem fyrst en í síðasta lagi mánudaginn 24.ágúst

Lengd viðvera hefst þriðjudaginn 25.ágúst.