Fréttir

Gleðileg jól

Seinni partinn í gær hélt unglingadeildin litlu jólin sín og er því komin í jólafrí.  Kl 10 í dag hefjast svo litlu jólin við Norðurgötu og Tjarnarstíg, að þeim loknum hefst þeirra jólafrí. Skóli hefst aftur samkvæmt stundatöflu 4. janúar Starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar óska öllum gleðilegra jóla.
Lesa meira

Krakkar í Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt í merkingum á jaðrakönum.

Frá árinu 2004 hefur Scoil Iosaef Naofa í Cobh í Cork á Írlandi verið vinaskóli   Grunnskóla Siglufjarðar og svo nú Grunnskóla Fjallabyggðar. Sameiginlegt verkefni skólanna hefur verið að skoða ferðir jaðrakana milli landanna og svo hafa nemendur fylgst með merkingum og jafnvel tekið þátt í að merkja þá. Nú í ár eiga 4. bekkingar pennavini og fyrsta bréfið er komið frá þeim írsku. Í bréfunum segja þeir frá áhugamálum sínum. Skólarnir eru með sameiginlega heimasíðu þar sem sjá má margt sem hefur verið gert í gegnum tíðina. Hér er hlekkur inn á jaðrakanaverkefnið:http://www.scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm Sjá fleiri myndir neðar
Lesa meira

Úrslit í Skólahreysti

Á dögunum var undankeppnin í Skólahreysti innan skólans, var það hörkuspennandi og skemmtileg keppni og þátttaka var mjög góð. Helstu úrslit urðu þau að Jakob Snær Árnason náði bestum tíma í hraðabrautinni hjá strákunum í 9. og 10. bekk og Eydís Rachel Missen hjá stúlkunum. Í 8. bekk náðu þau Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Björgvin Daði Sigurbergsson bestu tímunum. Ekkert gefið eftir í hraðabrautinni
Lesa meira

Sparisjóðurinn bauð uppá leiksýningu

Sl. föstudag bauð Sparisjóður Siglufjarðar nemendum í 1. - 4. bekk uppá leiksýninguna Bjálfansbarnið frá Kómedíuleikhúsinu. Leikritið segir frá nokkrum af jólasveinum Grýlu, sem koma frá Vestfjörðum, og hafa ekki enn fengið að njóta sín í mannheimum. Þeir bera undarleg nöfn s.s. Langleggur, Lækjarræsir, Refur, Froðusleikir og Bjálfansbarnið og hegða sér svolítið sérkennilega eins og bræður þeirra. Hér bregður Langleggur á leik
Lesa meira

Slökkviliðsstjóri heimsækir 3. bekk á Ólafsfirði

Í gær heimsótti slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar Ámundi Gunnarsson nemendur í 3. bekk og fræddi þau um eldvarnir. Auk fræðslu sýndi Ámundi nemendum hve auðvelt er að kveikja í pappírsmassa og hversu hratt eldur getur breiðst út frá einu kerti. Sjá fleiri myndir neðar
Lesa meira