Sparisjóðurinn bauð uppá leiksýningu

Sl. föstudag bauð Sparisjóður Siglufjarðar nemendum í 1. - 4. bekk uppá leiksýninguna Bjálfansbarnið frá Kómedíuleikhúsinu. Leikritið segir frá nokkrum af jólasveinum Grýlu, sem koma frá Vestfjörðum, og hafa ekki enn fengið að njóta sín í mannheimum. Þeir bera undarleg nöfn s.s. Langleggur, Lækjarræsir, Refur, Froðusleikir og Bjálfansbarnið og hegða sér svolítið sérkennilega eins og bræður þeirra. Hér bregður Langleggur á leik Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og ekki síst þegar nokkur þeirra fengu að bregða sér í hlutverk sveinanna í lokin. Þess má geta að vísur sem leika stórt hlutverk í handriti verksins eru eftir Tóta íþróttakennara og nokkrir af þessum sveinum munu koma fram í Jólastundinni okkar á Þorláksmessu.
bjalfabarn__39_.jpg
Nokkir nýir jólasveinar

bjalfabarn__2_.jpg
Nemendur voru fullir áhuga og skemmtu sér vel