Krakkar í Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt í merkingum á jaðrakönum.

Frá árinu 2004 hefur Scoil Iosaef Naofa í Cobh í Cork á Írlandi verið vinaskóli   Grunnskóla Siglufjarðar og svo nú Grunnskóla Fjallabyggðar. Sameiginlegt verkefni skólanna hefur verið að skoða ferðir jaðrakana milli landanna og svo hafa nemendur fylgst með merkingum og jafnvel tekið þátt í að merkja þá. Nú í ár eiga 4. bekkingar pennavini og fyrsta bréfið er komið frá þeim írsku. Í bréfunum segja þeir frá áhugamálum sínum. Skólarnir eru með sameiginlega heimasíðu þar sem sjá má margt sem hefur verið gert í gegnum tíðina. Hér er hlekkur inn á jaðrakanaverkefnið:http://www.scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm Sjá fleiri myndir neðar