Úrslit í Skólahreysti

Á dögunum var undankeppnin í Skólahreysti innan skólans, var það hörkuspennandi og skemmtileg keppni og þátttaka var mjög góð. Helstu úrslit urðu þau að Jakob Snær Árnason náði bestum tíma í hraðabrautinni hjá strákunum í 9. og 10. bekk og Eydís Rachel Missen hjá stúlkunum. Í 8. bekk náðu þau Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Björgvin Daði Sigurbergsson bestu tímunum. Ekkert gefið eftir í hraðabrautinni Gabríel Frostason gerði flestar upphífingar og dýfur í 9. og 10. bekk en Þorgeir Örn Sigurbjörnsson í 8. bekk. Stúlkurnar keppa í armbeygjum og hreystigreip og þar stóðu þær Erla Marý Sigurpálsdóttir og Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir sig best í 9. og 10. bekk en Sandra Líf Ásmundsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir í 8. bekk.
Þegar úrslitin í öllum greinum voru tekin saman stóðu þau Jakob Snær og Erla Marý uppi sem sigurvegarar í 9. og 10. bekk og Björgvin Daði og Sandra Líf í 8. bekk. Tilkynnt verður á litlu jólunum hverjir munu skipa lið skólans í Skólahreysti.
dsc00771.jpg
Kaðalinn reynist mörgum erfiður