Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólaslit Grunnskóla Fjallabyggðar verða með breyttum hætti núna þetta vorið og eru þau þrískipt. 1. - 5. bekkur mætir í skóla kl. 10:00 þann 3. júní með skólarútu sem fer frá Ólafsfirði kl. 9:40 og heim aftur frá Siglufirði kl. 11.40 

Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á þessi skólaslit. 

  

Skólaslit verða fyrir 6.-9. bekk í Tjarnarborg kl. 13:00.  Skólabíll fer frá Siglufirði kl. 12:40 og setur nemendur út við Tjarnarborg og bíður á meðan athöfn stendur og tekur nemendur til baka að henni lokinni.  

Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á þessi skólaslit. 

  

Útskrift 10.bekkjar fer fram í Tjarnarborg kl. 17.00 

Ávarp skólastjóra, tónlistaratriði, annáll nemenda, viðurkenningar fyrir góðan árangur í námi er meðal þess sem er á dagskrá. 

Foreldrar nemenda í 10.bekk eru velkomnir á þessi skólaslit.  

Skólabíll fer frá Norðurgötu Siglufirði kl. 16:30 og til baka um kl. 18:30.  

  

Skólastjóri