- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Páskaleyfi 23. mars - 1. apríl
Páskarnir eru elsta hátíð kristinna manna. Þá er dauða og upprisu Jesú minnst. Undirbúningstímabilið fyrir páska nefnist fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Fastan merkir að menn neiti sér um hluti eins og til dæmis að borða kjöt. Frá öskudegi og til laugardagskvölds fyrir páskadag var fastað alla daga nema sunnudaga.
Síðasti sunnudagur fyrir páska nefnist pálmasunnudagur en þá minnast kristnir menn þess að Jesús kom ríðandi á asna inn í Jerúsalem þar sem fólk tók á móti honum sem konungi. Þá tekur við dymbilvika eða kyrravika en þá minnist fólk á síðustu daga Jesú, þjáninga hans og dauða.
Skírdagur er fimmtudagurinn fyrir páska en þá er síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst. Orðið skír merkir ,,hreinn". Jesús þvoði fætur lærisveina sína.
Föstudagurinn langi er sorgardagur en þá minnast menn krossfestingar Jesú.
Páskadagur er sunnudagur og mikill gleðidagur í hugum kristinna manna en þá er upprisu Jesú minnst. Börn eru gjarnan glödd með súkkulaðieggjum á þessum degi en eggið táknar nýtt líf.
Heimildir: https://vefir.mms.is/truarbrogd/kristni/hatidir/paskar.htm
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880