Dagur stærðfræðinnar

Dagur stærðfræðinnar er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. 

Markmið með Degi stærðfræðinnar er annars vegar að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og hins vegar að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.