Bóndadagur

Bóndadagur nefnist fyrsti dagur Þorra. Ein elsta heimild sem við höfum kemur fram í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardag (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði Þorrann velkominn og inn í bæ eins og um tignan gest væri að ræða. 

Heimildir: https://islensktalmanak.wordpress.com/dagar/bondadagur/