- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Vorhátíð skólans var haldin þann 5. maí í Tjarnarborg. Nemendur í 1. - 7. bekk sungu til að byrja með þrjú lög undir stjórn Evu Karlottu og Guðmanns (Skólasöngurinn, Tætum og tryllum og Álfar). Síðan tóku nemendur 1.-5. bekkja við með söng og leikþætti um álfa. Þar komu hinir ýmsu álfar fram eins og böggálfar, tannálfar, garðálfar, rassálfar og búálfar. Leikþáttinn setti Halla Óladóttir umsjónarkennari 5. bekkjar að mestu leyti saman. Álfaþemað hjá þessum bekkjum tókst mjög vel og mikil gleði var meðal nemenda sem voru búnir að æfa mikið með kennurum sínum. Síðan tók 6. bekkur við með danssyrpu þar sem hinir ýmsu dansar voru sýndir með skemmtilegum hætti og að lokum var það 7. bekkur sem var með tvö atriði sem bæði komu úr Eurovision keppnum okkar Íslendinga. Skemmtunin er fjáröflun 7. bekkjar fyrir ferð þeirra að Reykjum í Hrútafirði. Hátíðin var mjög vel sótt, yfirfullt var í húsinu og ekki voru allir sem fengu sæti.
Smelltu hér til að sjá myndbandið (Vorhátíð 2022 - Straumendur)
Sjá fleiri myndir hér fyrir neðan:
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880