Vinaliðaverkefni

Nú er vinaliðaverkefnið búið að vera í fullum gangi hjá okkur við Tjarnarstíg í nokkurn tíma og nýtur það gífurlegra vinsælda enda krakkarnir duglegir að taka þátt í þeim leikjum sem í boði eru.  Nýjir vinaliðar voru valdir í haust og á tveggja vikna fresti kemur inn nýtt leikjaplan fyrir komandi vikur, hægt er að sjá leikjaplanið hér vinstra megin á síðunni undir VL

 

Vinaliðastarfið sjálft er mjög vinsælt enda skemmtilegt starf sem er umbunað á spennandi hátt. Nú er komin ný heimasíða fyrir vinaliðaverkefnið á Íslandi og þar er hægt að sjá t.d frétt frá N4 um leikjanámskeiðið á Þelamörk í fyrravetur, fríðindi vinaliða í vinaliðaskólum á íslandi og frekari upplýsingar um verkefnið. Það er María B Leifsdóttir sem stýrir verkefninu í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Heimasíða Vinaliðaverkefnisins á Íslandi. https://tackk.com/vinalidar