Vinaliðaferð

Í morgun var farið í þakkarferð með þá nemendur sem voru vinaliðar fyrir jól. Að þessu sinni var farið inn á Akureyri í keiluhöllina og út að borða á Bryggjunni ásamt vinaliðum Þelamerkurskóla og Glerárskóla. Nemendur skemmtu sér vel og var framkoma þeirra í ferðinni til fyrirmyndar. Hér er hægt að sjá nokkrar myndir frá ferðinni.