Vinaliðaferð

Að loknu hverju vinaliðatímabili er farið með vinaliðana í skemmtiferð sem umbun fyrir starf vetrarins. Að þessu sinni voru það 15 nemendur í 5.-7. bekk sem lögðu af stað spenntir og glaðir frá skólanum  með í rútunni í morgun. Að venju var ferðin óvissuferð og í þetta sinn lá leiðin alla leið að íþróttahúsinu þar sem beið nemenda að prufa að vera inní boltum ofaní sundlauginni. Að sundferð lokinni var farið heim til Maríu B Leifsdóttur en hún stýrir vinaliðaverkefninu. Þar var horft á mynd og haft það huggulegt áður en haldið var í mat á Höllinni. Hægt er að sjá myndir af vinaliðunum hér.