Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur ásamt nemendum í 10. bekk
Þorgrímur ásamt nemendum í 10. bekk

Í dag heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur í 10. bekk með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um mikilvægi þessi að vera í góðu jafnvægi í lífinu, í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og mikilvægi þess að setja sér markmið en engu að síður kunna þá kúnst að lifa í núinu.