Hæfileikakeppni lokið

Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar fór fram 26. janúar. Þátttakendur voru 31 samtals í 20 atriðum frá nemendum úr 1. – 7. bekk. Meðal þess sem boðið var upp á var söngur, dans og tónlistaratriði. 

Eftirfarandi hlutu verðlaun fyrir frammistöðu sína.


Fyrir besta hópatriðið:

Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir og Tinna Hjaltadóttir 2. Bekkur GR en þær sungu lagið Sunnan yfir sæinn breiða.

Fyrir þrjú bestu einstaklingsatriðin:
Kolfinna Ósk Andradóttir 4. bekkur GÞS. en hún spilaði á fiðlu lagið Musette eftir Bach.
Martyna Kulesza 6.bekkur SG, dans við lagið Ain‘t your mama
Ronja Helgadóttir 7.bekkur GU söng lagið Halelúja.

Hægt er að sjá nokkrar myndir frá æfingunni fyrr um daginn hér.