Vel heppnaður hreystidagur

Nemendur yngri deilda hittust á Ólafsfirði sl. fimmtudag en þá fór fram hreystidagur nóvembermánaðar. Fjórir póstar voru boði. Á Gullatúni er flott brekka sem krakkarnir renndu niður á plastpokum, sundlaugin og heitu pottarnir voru vel nýttir, margir reyndu fyrir sér á gönguskíðum, sumir í fyrsta sinn, og allir fóru í Tarsan leik í íþróttasalnum. Það er okkar mat að þessi dagur hafi heppnast mjög vel og allir hafi skemmt sér konunglega. Myndir frá deginum eru í vinnslu.