VEKJUM ATHYGLI Á NÁMSKEIÐI Í NOTKUN SNJALLTÆKJA Í NÁMI GRUNNSKÓLABARNA

Markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra/forráðamenn til að kynna sér möguleika á fjölbreyttri notkun snjalltækja í námi. Á námskeiðinu verður farið yfir ótal möguleika snjalltækja í námi og mikilvægi þess að beita gagnrýnni hugsun, efla sjálfstæði og sköpun.

Snjalltæki eru verkfæri sem hægt er að nýta á fjölmarga vegu í námi á ábyrgan hátt.

Markmið:

  • að foreldrar/forráðamenn sjá möguleika á fjölbreyttri notkun snjalltækja í námi
  • að efla færni foreldra/forráðamanna við að aðstoða og átta sig á námsmöguleikum með notkun snjalltækja
  • að átta sig á hvernig nýta má snjalltæki á uppbyggilegan og ábyrgan hátt við nám
  • að kynnast jákvæðum hliðum á notkun snjalltækja, sérstaklega fyrir einstaklinga með námsörðugleika

Kennari: Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri hefur starfað sem kennari undanfarin 16 ár. Undanfarin sex ár hefur hún tekið þátt í innleiðingu snjalltæka í fjölmörgum grunnskólum ásamt því að vinna sjálfstætt við ráðgjöf um efnið. Helena hefur fylgst með jákvæðri þróun hjá nemendum og vinnur nú að MA-verkefni um nýtingu snjalltækja við nám einstaklinga með lestrarörðugleika.

Tími: Fim. 9. og 16. nóv. kl. 17.30-19.
Verð: 9.000 kr.
Staður: Sólborg HA

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu veitir Stefán Guðnason í síma 460-8088 eða stefangudna@unak.is

http://www.simenntunha.is/is/um-simenntun/frettir-og-tilkynningar/notkun-snjalltaekja-i-nami-grunnskolabarna-