- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Útivistardagur hjá 1. - 5. bekk var haldinn í góðu veðri í gær, þó dálítil þoka hafi lætt sér inn fjörðinn þá sakaði það ekki. Allir bekkir lögðu af stað í sínar ferðir um kl. 10 og voru komnir til baka í hádegismat um kl. 12.
5. bekkur fór í Skútudal og gekk upp úr þokunni að fossinum.
3. og 4. bekkur fóru í skógræktina, löbbuðu um skógræktina og fengu smá fræðslu um Skarðdalskot og skoðuðu rústirnar þar.
2. bekkur fór á útivistarsvæðið á Tangann.
1. bekkur gekk að Bakkatjörn.
Allir bekkir tóku með sér nesti í bakpoka og borðuðu það á sínum áfangastað, einnig voru unnin mismunandi stærðfræðiverkefni sem tengdust margföldun, talningu, formum og fleiru.
Dagurinn gekk mjög vel hjá öllum bekkjum og voru nemendur sem kennarar ánægðir og þreyttir eftir góða útiveru.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880