Útivist og hreyfing

Á unglingastigi er kenndur valáfanginn útivist og hreyfing í umsjón Maríu B Leifsdóttur. Í síðustu viku gekk hópurinn frá Héðinsfirði yfir í Skútudal í blíðskaparveðri þrátt fyrir að komið væri fram í október. Gangan gekk eins og best var á kosið enda ekki amalegt að vera í útisvistaráfanga þetta haustið.