02.05.2013
Í hádeginu mun unglingastigið leggja af stað til Reykjavíkur til að fylgjast með
sínu liði keppa í lokakeppni Skólahreystis í kvöld.
Úrslitakeppni Skólahreysti 2013 fer fram í kvöld fimmtudag 2.maí í Laugardalshöll og hefst kl. 20:00. Keppnin verður
sýnd í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:00-21:45
Ljóst er að keppnin verður gríðarlega spennandi þar sem mikið jafnræði er með þeim 12 skólum sem keppa
að þessu sinni. Allt stefnir í áhorfendamet á Skólahreysti og einstaka stemningu sem öllum stendur til boða að upplifa. Gera má
ráð fyrir hátt í fimmþúsund áhorfendum í Laugardalshöllinni og á annað hundrað þúsund áhorfendum heima
í stofu.
Við hvetjum alla til að fylgjast með og óskum keppendunum góðs gengis.
Áfram Grunnskóli Fjallabyggðar!