- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Fimmtudaginn 20.febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Menntaskólans við Tröllaskaga. Það voru nemendur úr 7. bekk sem tóku þátt og lásu bæði bókmenntatexta og ljóð. Keppnin hefur það að markmiði að vekja athygli á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin hefst ár hvert á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur svo með lokahátíð í héraði í mars. Á fimmtudaginn var einmitt verið að velja þrjá fulltrúa skólans til að taka þátt í lokakeppninni sem fram fer á Akureyri þann 5. mars næstkomandi. Allir nemendurnir stóðu sig með prýði og var úr vöndu að ráða fyrir dómarana.
Það fór að lokum svo að þau Dawid Saniewski, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Kolfinna Ósk Andradóttir voru valin. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
HÉR má svo sjá myndir frá deginum
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880