Umhverfisdagur

Í dag er umhverfisdagur og af því tilefni fóru nemendur við Tjarnarstíg út um miðjan morgun og gerðu fínt í næsta nágrenni við skólann. Það var þó heldur fámennur hópur þar sem meirihluti nemenda við Tjarnarstíg er á Andrésar Andarleikunum. Afraksturinn lét þó ekki á sér standa og að launum var svo boðið upp á ýmsa skemmtilega afþreyingu það sem eftir var skóladags. Fleiri myndir af deginum er hægt að sjá hér.