Þorgrímur Þráinson heimsótti unglingastigið

Þorgrímur Þráinsson heimsótti unglingadeildina sl. mánudag. Hann var með fyrirlesturinn "Verum ástfangin af lífinu" fyrir nemendur í 10. bekk. Þar fjallaði hann um mikilvægi markmiðasetningar, hvatti nemendur til að bera ábyrgð á eigin vegferð, hrósa og gera góðverk. 

Einnig bauð hann 8. og 9. bekk upp á "kennslu" í skapandi skrifum. Þorgrímur hefur mikla reynslu á þessu sviði og hvatti nemendur til að vera dugleg að lesa og einnig að skrifa sögur.

Þetta var fræðandi og skemmtileg heimsókn sem nemendur voru hæstánægðir með.