Þórarinn heimsótti nemendur í 5.-7. bekk


 

Þriðjudaginn 14. október fengu nemendur í 5.-7. bekk góða heimsókn þegar Þórarinn Hannesson kom og las fyrir nemendur frumsamin ljóð og ræddi við nemendur um ljóðagerð og mismunandi ljóðaform. Einnig lásu nemendur ljóð fyrir Þórarin en þessi heimsókn var liður í ljóðahátíðinni Haustglæður sem Umf Glói og Ljóðasetur Íslands standa að. Þórarinn endaði heimsóknina á því að færa nemendum bækur fyrir hönd Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði. Við þökkum Þórarni kærlega fyrir heimsóknina.
Hægt er að sjá myndir frá heimsókninni hér.