Þjóðarsáttmáli um læsi

Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.

Fjallabyggð mun verða aðili að þjóðarsáttmálanum og verður samningur á milli ráðuneytisins og Fjallabyggðar undirritaður í Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði, mánudaginn 31. ágúst nk. kl. 17:00

Af þessu tilefni er þér boðið að vera viðstaddur/viðstödd þessa athöfn.

 

Virðingarfyllst,

 


Gunnar I. Birgisson                                        Illugi H. Gunnarsson
bæjarstjóri                                                      mennta- og menningarmálaráðherra