Veggspjald með upplýsingum um sr. Bjarna
Í tilefni af 150 ára árstíð sr. Bjarna Þorsteinssonar þann 14. október nk. voru unnin ýmis verkefni í eldri deildinni í
gær. Bjarni hefur oft verið nefndur faðir Siglufjarðar en þekktastur er hann fyrir söfnun sína og útgáfu á íslensku
þjóðlögunum auk þess að vera afbragðs lagahöfundur.
Meðal annars var ættartré sr. Bjarna teiknað upp, myndaðir voru helstu staðir og hús sem tengjast sr. Bjarna t.d. kirkjan, þjóðlagasetrið
o.fl. og þær myndir notaðar í glærusýningar, útbúin voru veggspjöld með myndum af Bjarna og upplýsingum um hann, nemendur fengu
að heyra eitthvað af lögum hans og einnig var starfandi kór sem lærði tvö af þjóðlögunum úr þjóðlagasafni hans
og flutti hann þau fyrir aðra nemendur.