Syngjum saman

Einstaka sinnum geta allir árgangar (1.-10. bekkur) í báðum starfsstöðvum Grunnskóla Fjallabyggðar hist og unnið eða sungið saman. Það er einmitt á þeim dögum sem ófært er á milli staða. Í dag var stundaskráin í yngstu bekkjunum eins og iðulega með miklum lestri og ritun. Krossgátur voru ráðnar, teflt og unnið í spjaldtölvum og svo hittust allir árgangar til að syngja saman undir forystu Guðmanns tónmenntakennara.