Sýndarveruleikagleraugu

Fyrir nokkru sögðum við frá því að Grunnskóli Fjallabyggðar hefði fengið úthlutað veglegum styrk frá Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar. Fyrir styrkinn var meðal annars keypt færanlegt hljóðkerfi og nú á dögunum var einnig keypt  sýndarveruleikagleraugu og snjallsímar. Nú geta nemendur upplifað námið í nýjum víddum og var nokkuð ljóst við fyrstu skoðun að krakkarnir voru yfir sig hrifin af upplifuninni.