Stóra Upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 5. mars síðastliðinn var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Tjarnarborg. Þar kepptu 8 fulltrúar frá Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Allir keppendur stóðu sig með sóma. Sigurvegari keppninnar var Júlía Birna Ingvarsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar og óskum við henni innilega til hamingju. Í öðru sæti var Þorsteinn Örn Friðriksson og í þriðja sæti var Malín Baldey Magnadóttir. Þau koma bæði úr Dalvíkurskóla. Aðrir fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar voru Oddný Halla Haraldsdóttir og Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir og stóðu þær sig báðar mjög vel og voru skólanum til sóma. Hægt er að sjá myndir frá keppninni hér.