Nemendur frá Grunnskólanum fóru og kepptu í Stíll 2010

Nú á dögunum fór fram keppni félagsmiðstöðva í Stíl. Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Keppt hefur  verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000 en löng hefð hefur verið í Kópavogi sambærilegri keppni.

Stíll 2010 var haldinn í tíunda sinn í Vetrargarði Smáralindar. 62 tóku þátt sem er metþátttaka og komu liðinn alls staðar að af landinu. Keppnin var hin glæsilegasta að vanda og fóru tvö lið frá Grunnskóla Fjallabyggðar og hafnaði annað liðið í fimmta sæti. Sjá nánari upplýsingar um stíl: http://www.samfes.is/index.php/vidburdir/still09