Starfamessa á Akureyri

Starfamessa 2024
Starfamessa 2024

Í gær fóru nemendur 9. - 10. bekkjar ásamt umsjónarkennurum sínum og fleiri starfsmönnum til Akureyrar á Starfamessu. Tilgangurinn með Starfamessu er að ungmenni kynnist þeirri fjölbreyttu atvinnustarfsemi og þeim möguleikum sem bíða þeirra í framtíðinni. Starfamessan var haldin í Háskólanum á Akureyri og fjöldi fyrirtækja og stofnana tóku þátt í henni og kynntu störf sín. Nemendur voru áhugasamir og fengu tækifæri til að skoða og prófa ýmislegt. 

Sjá fleiri myndir hér