Starfamessa á Akureyri

Nemendur okkar í 9. og 10.bekk fengu boð um að koma á Starfamessu  sem haldin var í Háskólanum á Akureyriá 1.febrúar sl.

Að starfamessu stóðu náms og starfsráðgjafar á Akureyri.   Þeir fengu til sín fjöldann allan af fyrirtækjum á svæðinu til að koma og kynna fyrir nemendum í  9 og 10 bekk þau ýmsu störf sem unnin eru innan hverrar stofnunar/fyrirtækis. Þá var þeim einnig boðið á Iðnaðarsafnið, þar sem þeir fóru í ratleik.

Dagurinn heppnaðist mjög vel og allir nutu sín.