Stærðfræðikeppni FNV og MTR

Cristina Silvia Cretu nemandi í 9. bekk tók þátt í úrslitum í stærðfræðikeppni FNV og MTR í dag ásamt 14 öðrum nemendum frá Norðurlandi vestra og Dalvíkurbyggð. Tilgangur með keppninni er að auka áhuga á stærðfræði og þrautalausnum og efla tengsl grunnskóla á Norðurlandi vestra við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólann á Tröllaskaga.

Cristina stóð sig vel og fékk glæsileg verðlaun fyrir þátttökuna.