Smá innsýn inn í matreiðslu á unglingastigi

Við erum að vinna með Ítalska matarmenningu í Heimilisfræðinni. Hér eru nemendur með Brilliant Bruschetta sem er ristað brauð með hvítlauk og olíu. Aðferðin er þessi; rista brauð, nudda hvítlauk á brauðið báðum megin, pensla því næst olivuolíu á brauðið báðum megin, síðast og ekki síst er stráð smá salti yfir og þá er brauðið tilbúið. Gott að hafa þetta með súpu eða smáréttum/pottréttum.